top of page
Bjarni.png

SAGAN

KHB Brugghús er staðsett í einu elsta húsi Borgarfjarðar eystri, byggt árið 1897 og húsið á sér langa og merkilega verslunarsögu. Bjarni Þorsteinsson, fæddur 1868 í Höfn í Borgarfirði, byggði húsið og Verslunarfjelag Bjarna Þorsteinssonar & co hóf rekstur sumarið og haustið 1897. Auk Bjarna var annar eigandi Jón Lúðvíksson, skósmiður frá Stöðvarfirði. Louis Zöllner, stórkaupmaður i Newcastle, og Jón Vídalín, konsúll og athafnamaður, lögðu til veltufé og voru bakjarlar Verslunarfélagsins.
Rekstur verslunar á staðnum var erfið, mikil samkeppni frá erlendum stórkaupmönnum og lánsfé takmarkað. Ýmsir eigendur komið og farið:
* 1897 - 1900: Verslunarfélag Bjarna Þorsteinssonar & co
* 1901 - 1907: Verslun Þorsteins Jónssonar
* 1907 - 1926: Verslun Thors E. Tuliniusar / Hinar sameinuðu íslensku verslanir hf.
* 1927 - 1929: Verslun Jóns Stefánssonar
* 1929 - 1967: Pöntunarfélag Borgarfjarðar / Kaupfélag Borgarfjarðar
* 1967 - 2015: Kaupfélag Héraðsbúa / Samkaup / Eyrin

* 2015: Blábjörg ehf. KHB Brugghús hefur starfsemi 2020.
KHB Brugghús byggir grunn sinn á fortíð hússins og þeirra merku frumkvöðla og athafnamanna sem þar hafa stundað rekstur. Kappsemi þeirra, dugnaður og virðing fyrir Borgarfirði eystri er lýsandi gegnum söguna.

Uppbygging Gamla Kaupfélagsins er unnin í samstarfi við Minjastofnun og Húsafriðunarnefnd.

​

Framleiðslan

Við notum nútímalegt og hágæða eimingartæki frá iStill í Hollandi við framleiðslu sterku drykkjanna okkar. Tæknin gerir okkur kleift að framleiða handverksdrykkina okkar með nákvæmni og tryggja bestu mögulegu gæði.

​

Landinn byggir á aldagömlum hefðum Íslendinga og það er heiður að fá að endurskapa þennan merka drykk sem á sér svo langa sögu. Forboðinn drykkur sem ekki var hægt að nálgast nema þekkja réttu mennina og allir þekkja eða vita um einhvern sem hefur bruggað landa, tölum ekki um að hafa smakkað landa.

​

Ginið okkar er hágæða drykkur með 8 kryddum og jurtum, þar á meðal er sítrónugras sem við ræktum sjálf í okkar eigin gróðurhúsi.

IMG_9050_edited.jpg

Bjórinn

Ekta bjórupplifun

Við höfðum alltaf áhuga á að framleiða fallega og góða bjóra í Kaupfélaginu okkar. Við kynntumst Josef Krýsl, miklum bruggmeistara og bjórsérfræðingi. Josef hefur mikla reynslu í þessu fagi. Hann starfaði lengi sem yfirbruggmeistari hjá Pilsner Urquell í Plzen og fór síðan að vinna sjálfstætt við eigið brugghús og veitingastað. Einnig fór hann í það að hanna og setja upp brugghús. Josef hannaði öll tækin og setti þau upp í Kaupfélaginu. Þetta er allt handsmíðað og handverkið fallegt.

​

Allt hráefnið sem við notum kemur frá Tékklandi og við erum i samstarfi við lítið fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir maltið. Það er mikilvægt að hráefnið sé gott og það er hægt að treysta meisturunum í Sladovna Bruntal.

​

Dósavélin okkar kemur frá Wild Goose USA. Þegar kemur að verksmiðjulínum, þá eru bandaríkjamenn algjörir meistarar í þeim efnum. Wild Goose klikkar ekki og tryggir gæðin á bjórnum alla leið.

​

​

I

IMG_9113.JPG
bottom of page