top of page

KHB BJÓRINN

Klassískir og fallegir bjórar

Við bruggum bjórana okkar eftir tékkneskum hefðum og notum tékkneskt hráefni. Allir bjórarnir okkar eru ógerilsneyddir, án viðbætts sykurs og án rotvarnarefna. Við leggjum áherslu á klassíska, fallega bjóra sem veita ykkur ekta bjórupplifun.

​

            Steinbúi Pale Ale 4.5%

​

            Naddi dökkur lager 4.7%

​

            Borghildur ljós lager/pilsner 4.7%

​

            Borgildur LITE 4.2%

​

           Gellivör IPA 6.7%

​

           Jóla-Naddi dökkur lager 5.2%

​

           Snotra hveitibjór 4,5%

​

           Kollur oktoberfest bjór 5,1%

​

           Márín porter 6.4%

​

           Stúlka súrbjór 4.7%

​

​

LBC_SilverMedal_2024.png
LBC_GoldMedal_2024.png
Beer on tap
IMG_9054.jpg

Bjórinn

Ekta bjórupplifun

Bjórarnir okkar tengjast álfum og vættasögum frá Borgarfirði eystri. Það er fátt skemmtilegra en að kneyfa gott öl og hlusta á álfa- og vættarsögu.

​

Steinbúi er létt Pale Ale. Steinbúi er dvergur sem býr í Stórasteini og hann elskar gott öl. Steinbúinn er lágvaxinn, skrefstuttur en þó all-búkmikill og gildvaxinn eftir öðrum vexti. Við tileinkum honum þennan bjór. Bjórinn er léttur og frískandi, örlítil beiskja og sítrus humlar. Alveg eins og hann vill hafa ölið sitt.

​

​

​

 

 

 

 

​

​

Naddi er dökkur lager. Naddi er óvættur sem býr í Njarðvíkurskriðunum og herjaði á vegfarendur. Hann var ógurlegur ásýndar, mannsmynd ofan mittis en dýrslíki að neðan. Við tileinkum Nadda þennan bjór. Bjórinn er klassískur dökkur lager, hefur góða fyllingu og netta karamellu, þykk froða, djúpt maltbragð. Koparliturinn minnir okkur á óvættinn og fara þarf varlega í skriðunum.

​

​

​

​

​

​

​

​

 

 

Borghildur er ljós lager eða pils. Borghildur er álfadrottningin okkar sem býr í Álfaborginni ásamt hirð sinni. Við tileinkum henni þennan bjór enda er bjórinn léttur, bragðgóður og ljósgullin liturinn minnir á álfagullið sem glitrar þegar sólin skín á Álfaborgina.

​

​

​

​

​

​

​

​

​

​

 

Gellivör er klassískur IPA. Gellivör er tröllkona mikil og hafðist við í Staðarfjalli. Þótti hún illur vágestur og hafði oft með sér systur sína. Við tileinkum henni þennan bjór sem er ljós rafgullinn, humlaríkur og beiskur. 3 humlategundir; Premiant, Citra og Mosaic.

​

​

​

​

​

​

​

​

​

​

​

​

​

​

​

​

Jóla-Naddi er sérstök hátíðarútgáfa af Nadda. Á jólunum viljum við aðeins meira, meiri karamella og dýpra maltbragð. Jóla-Naddi er dökkur lager og kemur öllum í gott jólaskap.

​

IMG_9111.JPG
bottom of page