top of page
IMG_8289.JPG

LANDI

Landabrugg tíðkaðist áður fyrr og líklega hófu landsmenn að dunda sér við framleiðslu upp úr aldamótum 1900. Á árunum 1912 - 1935 voru í gildi lög um áfengisbann á Íslandi. Undanþága veitt árið 1922 fyrir svokölluðu "Spánarvínum", en þau þóttu afar dýr og kostaði flaskan allt að lambsverð. Menn stunduðu því landabrugg á bannárunum og þróuðu með sér uppskriftir og hefðir fyrir þennan merka drykk okkar Íslendinga.
Þeir sem höfðu rétt samband gátu útvegað sér ódýran sykur og ger. Sumir notuðu ekkert ger, heldur sýru, rúsinur og rúgmjöl, jafnvel kartöflur. En sá landi var ekki góður. Bruggarar voru víða kallaðir ölhitumenn og framleiddu bæði öl og söngvatn. Ölið er grunnurinn að landanum og gat verið býsna gott, þá kælt eða jafnvel blandað í gosdrykki. Söngvatnið er svo þegar búið er að sjóða og landinn tilbúinn.
Á Borgarfirði eystri þróaðist þessi menning og voru margir iðnir við kolann. En menn urðu að fara leynt enda sýslumenn og útsendarar þeirra á hverju strái. Ölið þótti gott og flestir létu þar við sitja, en þó voru allnokkrir duglegir suðumenn sem náðu góðum árangri í framleiðslu sinni.

bottom of page