top of page
Eikarlandi - barrell aged moonshine

Eikarlandi - barrell aged moonshine

KHB Brugghús er eina brugghúsið á Íslandi sem framleiðir Landa. Við leitum aftur í grunninn, nýtum þekkingu eldri kynslóða til að viðhalda menningu sem margir hafa þekkt en mátti ekki tala mikið um.

Þetta er okkar leið til að sýna Landanum þá virðingu sem hann á skilið. Hann er eimaður eftir vel varðveittri uppskrift sem hefur varðveist milli kynslóða. Landinn okkar er mjúkur og fangar hið hrjúfa og fallega landslag Borgarfjarðar eystri í hverjum sopa.
Eikarlandinn fær að dvelja í nýrri eikartunni í eitt ár og verður þannig enn mýkri með tónum af eik og vanillu. Eikarlandinn vann til gullverðlauna á Las Vegas Global Spirits Awards 2025 og einnig á Asia Spirits Ratings 2005.

 

Tasting Notes

Caramel and raisin aromas lead to a round palate of oak, yellow fruit, and vanilla, finishing smooth with nutty richness and golden sweetness.

  • Upplýsingar

    Flaskan er 500ml.

  • Skilareglur og endurgreiðslur

    Við tökum við skilum á vörum innan 14 daga frá kaupum, að því gefnu að varan sé óopnuð og í upprunalegum umbúðum.
    Endurgreiðsla fer fram með sama greiðslumáta og notaður var við kaup.

    Áfengi og drykkjarvörur sem hafa verið opnaðar eða notaðar er ekki hægt að skila.

    Ef vara berst skemmd eða röng vara hefur verið afhent, vinsamlegast hafðu samband við okkur á khb@khb-brugghus.is innan 3 daga frá móttöku.

  • Sendingarupplýsingar

    Við sendum pantanir um allt land með Íslandspósti.
    Pantanir eru venjulega afgreiddar innan 1–3 virkra daga frá móttöku greiðslu.
    Þú getur einnig sótt pantanir frítt í KHB Brugghúsið í Borgarfirði eystri, eða fengið fría heimsendingu til Egilsstaða.

    Athugið: Sala á áfengi í gegnum netverslun er ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum.
    Pantanir sem innihalda áfengi eru því aðeins staðfestar sem sóttar pantanir í KHB Brugghúsi, nema annað hafi verið sérstaklega samið um afhendingu.

10.900kr Regular Price
6.990krSale Price
Tax Included |
Quantity
bottom of page