KHB Klúbburinn
Ertu tilbúinn að uppgötva nýtt bragð og njóta einstaks úrvals af bjór og víni... beint heim að dyrum?
Við hjá KHB Brugghúsi kynnum með stolti KHB klúbbinn, áskriftarþjónustu sem færir þér handvalin vín og bjóra frá okkar eigin brugghúsi. Hvort sem þú ert vínáhugamaður, bjórunnandi eða einfaldlega að leita að nýrri upplifun, þá erum við með eitthvað fyrir þig.
KHB klúbburinn er fyrir alla sem elska góðan bjór og gott vín. Mánaðarlega færðu sendan glaðning frá KHB brugghúsi þar sem þú færð m.a. tækifæri til að vera með þeim fyrstu til að smakka á nýjungum, góðgæti úr tilbraunabrugghúsinu og/eða einhverju af okkar sígildu vörum frá KHB. Hver pakki inniheldur 6 bjóra og smáflösku úr brugghúsinu. Einnig fylgir með fróðleikur um bjórinn og vínið hverju sinni sem og góð kveðja frá Borgarfirði eystri. Með því að skrá þig í KHB klúbbinn færðu þitt eigið KHB skírteini sem veitir: 10% afslátt í Musteri SPA og Frystiklefann veitingahús á Blábjörg Resort, 10% afslátt af netpöntunum frá KHB.
Hægt er að velja milli: 3, 6 eða 12 mánuðir áskrift.
Allir 12 mánaða KHB vinir fá einnig KHB bol.
Verð:
3 mánuðir: 5.500 kr pr mánuð +sendingarkostnaður
6 mánuðir: 4.900 kr pr mánuð + sendingarkostnaður
12 mánuðir: 3.900 kr pr mánuð + sendingarkostnaður.
Sendingarkostnaður er 1630 kr með Íslandspósti. Hægt að greiða mánaðarlega eða alla upphæðina í einu.



